19.11.2010
Tekin
er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA Jötna og SA Víkinga í meistarflokki karla sem
leikinn var þann 02.11.10.
Þjálfari SA Víkinga, Josh Gribben,
hlaut brottvísun úr leik og færist brot hans til bókar. Við aðra brottvísun úr
leik fer hann sjálfkrafa í leikbann.
Tekin er fyrir atvikaskýrsla
úr leik Bjarnarins og SA Jötna í meistarflokki karla sem leikinn var þann
09.11.10.
Leikmaður Bjarnarins nr. 12, Carl Andreas Sveinsson,
var uppvís að slagsmálum og hlaut Leikdóm (MP) og fer því sjálfkrafa í eins
leiks bann.
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og SA Jötna í
meistaraflokki karla sem leikinn var þann 16.11.10.
Leikmaður SA Jötna nr. 18 Rúnar Freyr
Rúnarsson hlaut tvo Misconduct dóma og því sjálfkrafa brottvísun úr
leiknum (Game Misconduct.).
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra
brottvísun úr leik fer leikmaðurinn, Rúnar Freyr, sjálfkrafa í eins leiks
bann.
F.h.
Aganefndar
Viðar Garðarsson
formaður