18.02.2010
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistarflokki karla sem leikinn var þann 02.02.10. Leikmaður SR nr. 24 Anrþór Bjarnason tvo Misconduct dóma og því sjálfkrafa brottvísun úr leiknum (Game Misconduct.)
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn, Arnþór Bjarnason sjálfkrafa í eins leiks bann.
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í meistarflokki karla sem leikinn var þann 16.02.10. Leikmaður SA nr. 21 Einar Velentine hlaut stóran dóm (5+GM)
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn, Einar Velentine, sjálfkrafa í eins leiks bann.
Fh. aganefndar.
Viðar Garðarsson