29.09.2009
Atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur leikinn þann 22.09.09. Leikmaður Bjarnarins nr. 9 Róbert Freyr Pálsson hlaut tvo tíu mínútna áfellisdóma (Misconduct) og því sjálfkrafa brottvísun úr leiknum (Game Misconduct).
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.
Atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur leikinn þann 22.09.09. Leikmaður Bjarnarins nr. 16 Daði Örn Heimisson hlaut leikdóm (Match Penalty) fyrir að slá í andlit leikmanns SR með kylfu sinni (Butt ending).
Úrskurður: Aganefnd lýtur atvikið alvarlegum augum þar sem fyrir liggur að brotavilji leikmannsins var einbeittur og að leikurinn hafði verið stopp í nokkurn tíma fyrir atvikið. Að teknu tilliti til þess og með hliðsjón af atvikaskýrslu dæmir aganefnd leikmann Bjarnarins númer 16, Daða Örn Heimisson, í 2ja leikja bann.
f.h. aganefndar
Hallmundur Hallgrímsson