06.01.2009
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í 2. flokki karla sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri þ. 03.01.2009.
Vísað er til bókunar frá aganefndarfundi þ. 11-11.2008 þar sem m.a. segir: Leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt. Leikmenn geta þó aldrei tekið út fleiri leiki í bann í öðrum flokkum en sem nemur þeim leikjum sem fékkst fyrir frumbrotið. Á þetta við hvort sem leikmenn hljóta leikdóm (Match Penalty (MP)) eða safna tveimur brottvísunum úr leik (Game Misconduct (GM)).
Úrskurður: Til samræmis við aðra útskurði þar sem veist hefur verið að dómurum leiksins er Ólafur Árni Ólafsson leikmaður Bjarnarins er úrskurðaður í þriggja leikja bann í 2.fl. karla og ber að fara að fyrri ákvörðunum aganefndar varðandi fullnustu dómsins.
Viðar Garðarsson
formaður aganefndar.