Fundur aganefndar, haldin í netheimum 6. janúar 2025,
Fyrir var tekin dómaraskýrsla frá leik SR og SFH í mfl karla sem leikin var í Laugardal föstudaginn 20. desember síðastliðinn.
Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 57:15 í þriðja leikhluta. Aganefnd hefur farið yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum. Málsatvik eru eftirfarandi:
Pökurinn fer út í horn í sóknarsvæði SFH, leikmaður SFH #18 fer að pekkinum og skýlir honum fyrir leikmanni SR #23 sem fellur niður. Þegar leikmaður SR #23 er að reyna að standa upp ýtir leikmaður SFH #18 leikmanninum niður. Leikmaður SR #16 kemur þá aðvífandi og fer í leikmann SFH #18. Leikmaður SFH #18 tekur af sér hanskana og og byrjar að kýla leikmann SR #16 sem kýlir hann einnig til baka en þó án þess að taka af sér hanska. Augnabliki síðar og örlítið til hliðar hefjast önnur slagsmál, leikmaður SR #23 og leikmaður SFH #17 fara báðir úr hönskum og byrja að kýla hvorn annan. Niðurstaða dómara leiksins var að allir 4 leikmenn sem taldir eru upp hér að ofan var vísað úr leiknum skv reglu um slagsmál (e. fighting). þ.e. lekmenn SR #23 og #16 ásamt leikmönnum SFH #17 og #18.
Aganefnd hefur skoðað málið gaumgæfilega. Nefndin er sammála um áveðið umburðarlyndi gagnvart smá stimpingum og minniháttar ástaratlotum. En nefndin er líka ákveðin og samstíga í þeirri túlkun að þegar leikmenn droppa hönskum áður en kílt er, þá er það gert í þeim tilgangi að meiða andstæðing, það er eitthvað sem nefndin ætlar ekki að líða. Úrskurður hér að neðan endurspeglar það viðhorf.
Úrskurður: Leikmenn SFH #17 Braiden van Herk og #18 Jerzy Gus ásamt leikmanni SR #23 Hákoni Magnússyni fá allir einn leik í bann.