Úrskurður aganefndar 6. október 2024

Aganefnd kom saman sunnudaginn 6. október, þetta var framhaldsfundur til þess að afgreiða og úrskurða um mál sem voru til umfjöllunar eftir leik Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur sem leikin var á Akureyri 28. september síðastliðinn.  

Mál 1

Eftir að leik lauk réðust leikmenn SR númer 20 og 74 á leikmann SA númer 8. Árásin átt sér stað eftir að leik lauk og nálægt útgangi leikmanna úr Skautahöllinni á Akureyri. Árásin var bæði líkamleg og einnig voru hafðar frammi hótanir sem ekki verða hafðar eftir hér. 

Aganefnd ÍHÍ vill brýna leikmenn og lið á því að það verður aldrei liðið að einstaklingar eða hópar taki það upp hjá sér að hefna fyrir eitthvað sem á að hafa gerst innan ramma leiksins. Hreyfingin á leiðir til þess að taka á þeim málum sem upp koma, og aðrar úrlausnir verða ekki liðnar.  

Aganefnd er samstíga og ákveðin í því að taka hart á svona uppákomum og senda þau skilaboð út í hreyfinguna að það verður aldrei liðið að leikmenn ráðist á aðra leikmenn utan við ramma leiksins. 

Úrskurður: Leikmenn SR númer 20 Jonathan Otuoma og númer 74 Daniel Otuoma fá báðir alsherjar bann sem gildir til 1. janúar 2025. 

 

Mál 2

Í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað eftir að leik lauk á Akureyri varð formaður íshokkídeildar SR sem janframt gengdi hlutverki liðsstjóra Erla Guðrún Jóhannesdóttir uppvís að því að hafa í frammi ummæli sem ekki sæma einstakling í hennar stöðu. Aganefnd hefur oft lýst því yfir að hún muni ekki líða munnlegan skæting gagnvart hreyfingunni, liðum, dómurum eða leikmönnum. Hafi liðsstjórar eða aðrir starfsmenn liða athugasemdir við eitthvað sem þeir telja að hafi farið aflaga er til farvegur að senda slíkar kvartanir til skrifstofu sambandsins. Munnlegur skætingur verður ekki liðinn nú frekar en endranær. 

Úrskurður: Skautafélag Reykjavíkur er dæmt til þess að greiða sekt upp á 50 þúsund krónur vegna  óviðeigandi ummæla.