Fundur aganefndar, haldin í netheimum 4. nóvember 2024,
Fyrir var tekin dómaraskýrsla frá leik Skautafélags Reykjavíkur (SR) og Skautafélags Hafnarfjarðar (SFH) sem leikinn var í Laugardal þriðjudaginn 29. október síðastliðinn. Atvikið sem fjallað er um gerist við lok leiks. Aganefnd hefur farið ítarlega yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum. Málsatvik eru eftirfarandi.
Leikmaður SFH númer 4 skýtur pekkinum niður í sóknarsvæðið sitt, leikmaður SR kemur og tæklar hann. Leikmennirnir fara að kljást, ýta í hvorn annan sem endar með því að leikmaður SFH númer 4 keyrir kylfuna í eða að andliti leikmanns SR númer 9. Dómari leiksins gaf leikmanni SFH númer 4, 5 + 20 mínútna dóm sem er brottvísun úr leik, byggt á reglu 59.3 Kylfuákeyrsla (e. Cross Check).
Úrskurður: Leikmaður SFH númer 4, Hjalti Friðriksson fær tveggja leikja bann.