Aganefndarfundur 3. október 2024 klukkan 17:00
Teknar eru fyrir dómaraskýrslur frá leik Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur sem leikin var á Akureyri 28. september síðastliðinn.
Mál 1
Á 57 mínútu og 39 sekúndu fær leikmaður SA nr. 5 Gunnar Arason stóra dóm (e. Major penalty) og brottvísun úr leiknum fyrir ólöglega ákeyrslu á höfuð eða háls (e. ILLEGAL CHECK TO THE HEAD OR NECK) Regla númer 48.
Úrskurður: Leikmaður SA númer 5 Gunnar Arason fær einn leik í bann.
Mál 2
Í sama stoppi leiksins lætur leikmaður SA númer 8 óviðeigandi orð falla í garð þess leikmanns sem liggur í svellinu eftir harða ákeyrslu. Slíka framkomu telur aganefndin ámælisverða. Byggt á reglu 75 um óíþróttamannslega hegðun (e. UNSPORTSMANLIKE CONDUCT)
Úrskurður: Leikmaður SA númer 8 Birkir Einisson fær einn leik í bann.
Fleiri mál tengd sama leik bíða úrlausnar aganefndar, en aganefnd er enn í gagnasöfnun og mun birta fleiri úrskurði tengda leiknum á komandi dögum.