Úrskurður aganefndar 3. janúar 2025

Fundur aganefndar, haldin í netheimum 3. janúar 2025,
Fyrir eru teknar atvikaskýrslur dómara frá leik SA og Fjölnis sem leikinn var á Akureyri fimmtudaginn 12. desember 2024. 

Í leik þessum var nokkuð um meiðsli og eins og hreyfingunni er kunnugt þurfa aðaldómarar að leggja inn til aganefndar atvikaskýrslur þar sem leikmenn verða fyrir meiðslum sem koma í veg fyrir að þeir geti leikið. Ásamt því að aganefnd hefur margoft lýst því að hún eftiráskoðar atvik þar sem leikmenn hafa orðið fyrir meiðslum. 

Aganefnd hefur farið  yfir dómaraskýrslur, skoðað upptökur frá beinu streymi frá leiknum. Er það skoðun nefndarinnar að eina atvikið sem þarfnast sérstakrar meðhöndlunar nefndarinnar er atvik sem á sér stað á 9 mínútu og 6 sekúndu annars leikhluta.  Málsatvik eru eftirfarandi.  leikmaður SA#19 lemur kylfu sinni í hnésbót leikmanns Fjölnis#2 þannig að hann liggur eftir óvígur og gat ekki leikið meira með það sem eftir lifði leiks. Hér er um að ræða brot sem er ekki hluti af leiknum, brot sem verður til þess að andstæðingur verður óleikfær. 

Úrskurður: Leikmaður Skautafélags Akureyrar númer 19 Andri Már Mikaelsson fær þriggja leikja bann.