Úrskurður aganefndar 27. nóvember 2024

Fundur aganefndar, haldin í netheimum 27. nóvember 2024,
Fyrir voru teknar  dómaraskýrslur frá leik SA og SFH í mfl karla sem leikin var á Akureyri sunnudaginn 24. nóvember síðastliðinn. 

Mál 1

Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 50:08 í þriðja leikhluta. Aganefnd hefur farið  yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum.  Málsatvik eru eftirfarandi:

Leikmaður SFH #14 fer í groddaralega tæklingu með hendurnar á undan sér þannig að höggið endar á haus og hálssvæði leikmanns SA. Dómari var vel staðsettur og gefur strax merki um biðdóm. Leikmaður SA fellur niður á svellið við tæklinguna og ákveður þá leikmaður að fylgja því eftir með því að cross-checka leikmanninn í höfuðið aftan frá. Leikmaður SFH #14 fékk 5+GM skv reglu 48.3.  

Aganefnd hefur skoðað atvikið vel á upptöku frá beinu streymi og ljóst má vera að síðara brotið sem er kylfuákeyrsla á höfuð á liggjandi manns er brot sem ekki á að sjást í íþróttinni. Úrskurður aganefndar er því samsettur,  ákeyrsla á höfuð og hálssvæði í samræmi við fyrri dóma auk refsingar fyrir síðara brotið.

Úrskurður:  Leikmaður SFH #14 Ómar Söndruson fær samtals 4 leiki í bann. Tvo leiki fyrir ákeyrslu á höfuð og hálssvæði og tvo leiki fyrir kylfuákeyrslu (e. Cross-check) á höfuð liggjandi manns. 

Mál 2

Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 58:32 í þriðja leikhluta. Aganefnd hefur farið  yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum.  Málsatvik eru eftirfarandi.

 Það kemur skot að marki SFH og markmaður frystir pökkinn. Leikmaður SFH ýtir leikmanni SA harkalega frá með kylfunni og í kjölfarið byrja stympingar milli allnokkurra leikmanna beggja liða. Leikmaður SA #27 hafði sig mest frammi og eftir að dómari var kominn á milli til að skikka leikinn hætti hann ekki að kýla frá sér. Í úrvinnslu dómara fengu leikmenn SFH #8 og #21, 2 mín brottvísun, leikmaður SA #28 fékk 2 mín brottvísun og leikmaður  SA #27  fékk brottvísun úr leik 5+20 samkvæmt reglu 46.1. 

Úrskurður: Leikmaður SA #27 Marek Vybostok fær einn leik í bann fyrir að halda áfram stimpingum eftir skýr fyrirmæli dómara um að hætta.