Fundur aganefndar, haldin í netheimum 26. febrúar 2024,
Fyrir eru teknar atvikaskýrslur dómara frá leik SR og SA sem leikinn var í Topp deild karla í Skautahöllinni í Laugardal, laugardaginn 22. febrúar 2025.
Mál 1
Fyrra atvikið sem fjallað er um gerist í öðrum leikhluta nánar á tímanum 28:12. Aganefnd hefur atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til að meta atvikið.
Málsatvik eru eftirfarandi:
Skautafélag Akureyrar missir pökkinn í sínu varnarsvæði og leikmaður SR tekur hann og nær skoti á markið í þann mund sem leikmaður SA númer 3 tæklar hann. Leikmaður SR númer 23 kemur skautandi að Leikmanni SA númer 3 og skellir höfði sínu (skallar) í hjálm leikmanns SA. Leikmaður SR númer 23 fékk 5 mínútna dóm auk brottvísunar úr leiknum samkvæmt reglu númer 47 fyrir Head butting.
Mál 2
Seinna atvikið sem fjallað er um gerist í þriðja leikhluta nánar á tímanum 51:44. Aganefnd hefur atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til að meta atvikið.
Málsatvik eru eftirfarandi:
SA er í sókn og nær skoti á markið, það verður klafs fyrir framan markið og leikmaður SA númer 3 dettur í látunum, þegar hann stendur upp þá kemur hann með hausinn á undan sér og setur hann í leikmann SR. Báðir Aðaldómarar leiksins sáu atvikið og voru sammála því að þetta hafi verið viljaverk og sammála um að gefa leikmanninum 5+GM fyrir Head butting samkvæmt reglu 47
Bæði þessi atvik eru á margan hátt sambærileg, skalli í hita leiksins og brottvísun byggð á reglu númer 47.
Skalli (e. Head-butting) er ásetningsbrot sem í báðum þessum tilfellum verður eftir að leikur hefur verið stöðvaður. Þetta er brot á leikreglum sem ekki á að sjást innan okkar íþróttar.
Aganefndin hefur áður á þessu tímabili dæmt leikmann í þungt bann, fyrir að skalla andstæðing. Samanburður var gerður á þessum brotum og því sem dæmt var fyrir í upphafi tímabils. Aganefndin var samstíga í þeirri túlkun sinni að þrátt fyrir að skalli sé ávalt alvarlegt ásetningsbrot á þeim reglum sem við leikum eftir. Þá megi færa rök fyrir því að þessi tvö brot sem hér eru til umfjöllunar séu ekki eins alvarleg og fyrra brot sem hér er vísað til. Aganefnd ÍHÍ er því samstíga og einróma bak við eftirfarandi úrskurð.
Úrskurðir:
Mál 1 - Leikmaður SR númer 23 Hákon Magnússon fær tveggja leikja bann.
Mál 2 - Leikmaður SA númer 3 Bergþór Ágústsson fær tveggja leikja bann.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið.