Úrskurður Aganefndar 21. nóvember 2018

Yfirdómari Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) tilkynnti til Aganefndar þann 20. nóvember 2018 atvik sem átti sér stað kl. 16:55, föstudaginn 16.nóvember 2018.  Síðar sama dag fór fram leikur í meistaraflokki karla, kl. 19:45, SR-Björninn #7.

Atvikið er skilaboð sem yfirdómari ÍHÍ fær frá Trausta Bergmann aðstoðarþjálfara  meistaraflokks Fjölnis-Bjarnarins í gegnum messenger á Facebook. 

Aganefnd ÍHÍ metur svo að í skilaboðunum hafi falist hótun með þann tilgang að hafa áhrif á gang leiks sem er meðal annars brot á reglu Alþjóðaíshokkísambandsins (IIHF) nr 116. 

 

Úrskurður Aganefndar: 

Trausti Bergmann aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla Fjölnis-Bjarnarins er úrskurðaður í  24 mánaða bann frá þátttöku í allri starfsemi sem fer fram á vegum ÍHÍ frá og með 21. nóvember 2018. 

Fjölnir – Björninn íshokkídeild er sektuð um kr 50.000.-

 

 

F.h Aganefndar

Þórhallur Viðarsson