Úrskurður Aganefndar 20.desember 2017

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Umfk Esju meistaraflokki karla sem fram fór í Egilshöll 19. desember 2017.

Um er að ræða tvö atvik;

Atvik nr.1

Fram kemur í atvikaskýrslu dómara að leikmaður Umfk Esju #12 Daniel Kolar, hafi snert dómara og við það féll dómarinn. Í framhaldi reiddist leikmaður #12 og snerti enn frekar línudómara og var með hótanir.

Úrskurður: Daniel Kolar leikmaður Umfk Esju #12 er úrskurðaður í eins leiks bann fyrir Match Penalty samkvæmt reglu nr.116 og að auki tveggja leikja bann, samtals þriggja leikja bann.

Atvik nr.2

Þegar 1 mínúta og 13 sekúndur eru eftir af leiktíma gekk lið Umfk Esju af velli.

Úrskurður: Umfk Esja hefur gerst brotlegt með því yfirgefa leikvöllinn áður en leik lauk og er því hér með gert að greiða í sekt kr. 100.000 ,- Leikurinn dæmist tapaður fyrir Umfk Esju.  Björninn - Umfk Esja 5-0.

 

Fh. Aganefndar

Þórhallur Viðarsson, formaður