Aganefnd kom saman til fundar 18. september sl. vegna erindis dagsett 17. september 2020. Erindið varðar atvik sem átti sér stað í leik í Íslandsmóti U18, milli Fjölnis og SR í Egilshöll 15. september 2020.
Farið var yfir lýsingu á atvikinu ásamt því að atvikið var skoðað rækilega á myndbandi sem fylgdi erindinu. Sjá má á myndbandinu að leikmaður SR #31 brýtur á leikmanni Fjölnis #77. Nefndin telur brot leikmanns SR #31 ekki stórvægilegt þrátt fyrir að afleiðingar þess hafi orðið þó nokkrar.
Niðurstaða Aganefndar er því sú að aðhafast ekkert í málinu.