Úrskurður aganefndar 18 september 2024

Fundur aganefndar, haldin í netheimum 18. september 2024,
Fyrir var tekin  dómaraskýrsla frá leik Fjölnis og Skautafélags Akureyrar sem leikinn var í Egilshöll laugardaginn 14. september. Atvikið sem fjallað er um gerist er dómarar leiksins hafa flautað leikinn af og seinna leikhlé er að hefjast. Aganefnd hefur farið ítarlega yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum og rætt við aðaldómara leiksins.  Málsatvik eru eftirfarandi.

Leikmaður SA númer 13 ýtir gáleysislega leikmanni Fjölnis númer 21 á rétt við mark, þannig að leikmaður Fjölnis fellur á markið og á erfitt með að verja sig, Brotið var sakleysislegt en þrátt fyrir það gáleysislegt. Leikmaðurinn fékk 2 mínútna brottvísun hjá dómara leiksins fyrir uppátækið.  Í kjölfarið kemur leikmaður Fjölnis númer 94 á ferðinni út úr leikmannabekk og ræðst að leikmanni SA númer 13.  Leikmaðurinn fékk í kjölfarið 5 mínútna dóm fyrir slagsmál (e. fighting) og brottvísun úr leiknum. (GM) byggt á reglu 46,5 um hættuleg högg (e. SUCKER PUNCHER).

Byggt á framanrituðu er úrskurður aganefndar eftirfarandi:

Leikmaður Fjölnis númer 94, Brynjar Bergmann fær tveggja leikja bann.

Bann þetta tekur strax gildi.