Aganefnd var kölluð til fundar 17. nóvember klukkan 17:15. Nefndin var fullskipuð bæði aðal- og varamönnum. Eftirfarandi mál voru tekin fyrir.
Mál 1
Tekin var fyrir atvikaskýrsla úr leik SA og Esju í meistaraflokki frá 15. nóvember 2016.
Rétt eftir að leiktíma var lokið fer þjálfari Esju, Gauti Þormóðsson, upp að dómara leiksins og lætur nokkur orð falla um vanþóknun sína á dómgæslu leiksins. Sem fyrr er Aganefnd algjörlega samstíga um að beita þá leikmenn og þjálfara sem á einhvern hátt mótmæla eða gera lítið úr störfum dómara harðari refsingum en almennt er og tekur úrskurður Aganefndar nú mið af því.
Aganefnd vill ítreka að greinar 8.12, 8.12.1, 8.12.2, 8.12.3, 8.12.4, í reglugerð um Aganefnd þar sem nefndinni er heimilað að auka refsingar ef um endurtekin brot er að ræða, þessi ákvæði eiga bæði við um leikmenn og þjálfara.
Úrskurður: Þjálfari Esju, Gauti Þormóðsson er úrskurðaður í tveggja leikja bann .
Mál 2 og 3
Tekin eru til umræðu tvö atvik, í tveim aðskildum leikjum. Atvik þessi voru ekki á dómaraskýrslu heldur barst Aganefnd beiðni frá aðildarfélögum ásamt myndbandsupptökum. Þar var farið fram á að viðkomandi atvik verði skoðuð og metin af Aganefnd. Í báðum tilfellum er grunur um ásetningsbrot þar sem keyrt hafi verið á höfuð andstæðings.
Aganefnd vill taka fram að hún hefur þá megin reglu að hún tekur ekki fyrir mál sem berast til hennar eftir óhefðbundnum leiðum. Það eru þó undantekningar á þessu, sem ekki eru nýttar nema að uppfylltum skilyrðum.
Skilyrðin sem Aganefndin miðar við að séu uppfyllt eru:
Ef þessum skilyrðum er mætt telur Aganefndin forsendur fyrir því að farið sé ofan í mál til sérstakrar skoðunar.
Varðandi þau atvik sem Aganefndin fjallar hér um telur meirihluti Aganefndar að myndbönd þau sem henni bárust sýni ekki með óyggjandi hætti að um brot hafi verið að ræða. Því telur meirihluti nefndar ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar varðandi þessi atvik.
Aganefnd vill beina því til stjórnar Íshokkísambandsins að um þessi mál verði fjallað sérstaklega á komandi íshokkíþingi. Þar verði þessi mál tekin upp og mótuð stefna sem getur verið leiðbeinandi fyrir Aganefnd og aðildarfélög sambandsins til framtíðar.
fh. Aganefndar
Konráð Gylfason
Framkvæmdstjóri ÍHÍ