Úrskurður aganefndar 16. nóvember 2021

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA og Fjölnis, meistaraflokki karla, frá 13. nóvember 2021.

Leikmaður SA nr. 77, Derric Gulay, fær leikdóm Game Misconduct fyrir Illegal Check to Head en þar sem sá dómur er ekki lengur til þá leiðréttist leikskýrsla leiksins í samræmi við beiðni dómara og fær leikmaður því Match Penalty samkvæmt reglu 48.5 og 48.4.

Úrskurður: Aganefnd staðfestir ósk dómara um breytingu á dómi/leikskýrslu og fær leikmaður SA nr. 77 Match Penalty og fær refsingu eins leiks bann fyrir brotið.

Tekin er fyrir önnur atvikaskýrsla úr leik SA og Fjölnis, meistaraflokki karla, frá 13. nóvember 2021.

Leikmaður Fjölnis nr. 91, Mikael Skúli Atlason, hrækir á leikmann SA. Samkvæmt reglu 75.5 fær leikmaður leikdóm Game Misconduct.

Úrskurður: Leikmaður Fjölnis nr. 91 fær refsingu 1. leiks bann fyrir óíþróttamannslega hegðun skv. reglu 23.8.

 

F.h aganefndar

KG