Úrskurður aganefndar 03. nóvember 2023

Aganefnd ÍHÍ kom saman í netheimum 3. nóvember 2023.

Teknar eru fyrir atvikaskýrslur úr leik Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla, sem leikin var 2. nóvember 2023 á Akureyri

Skýrsla 1

Leikmaður SR nr 18 tæklar leikmann SA nr 10 aftan frá þannig að leikmaðurinn kastast í rammann án þess að geta varið sig eða borið fyrir sig hendur. Þetta er brot á reglu númer 41 Boarding.  Leikmaðurinn hlaut 5 mín brottvísun og brottvísun úr leiknum. 

Úrskurður: Leikmaður SR nr 18 Sölvi Freyr Atlason hlýtur eins leiks bann. 

 

Skýrsla 2

Leikmaður SA númer 19 ræðst að leikmanni SR númer 18  þegar leikur hefur verið stöðvaður, snýr hann niður í ísinn, og veitir honum nokkur högg eftir að hafa kastað af sér hönskum. 

Úrskurður: Leikmaður SA nr. 19  Andri Már Mikaelsson fær tveggja leikja í bann fyrir slagsmál.