Þá fer að styttast í að landslið skipað leikmönnum 18 ára og yngri haldi til Tallinn. Ýmis undirbúningur er þegar farinn í gang að sjálfsögðu.
Hérna verður tæpt á því helsta en fljótlega mun koma út blöðngur í netformi með öllum upplýsingum. N.k. miðvikudag verða haldnir fundir með foreldrum klukkan 17.00 þar sem farið verður yfir það helsta og svarað spurningum. Fundurinn í Reykjavík verður í Egilshöll en fyrir norðan í Pakkhúsinu.
Ferðaáætlun er eftirfarandi:
FI 204 13 APR KEF -CPH 07:45 12:45
OV 144 13 APR CPH -TLL 15:00 17:30
OV 143 21 APR TLL -CPH 13:25 14:00
FI 213 21 APR CPH - KEF 19:45 20:55
Keyptar verða merktar hettupeysur á liðsmenn.
Fararstjóri er Árni Geir Jónsson en tækjastjóri er Magnús Örn Ragnarsson.
Verð á farmiða verður gefið út strax eftir helgi.
Uppfært: Verð pr. leikmann er kr. 60.000.-
HH