01.11.2008
Því miður þá varð ekkert úr þátttöku Íslands á heimsmeistaramóti leikmanna U20 að þessu sinni. Mótið átti að fara fram í Norður Kóreu í desember en bæði Ísland og Ástralía drógu lið sín úr keppni og að þeim sökum ákvað Alþjóða íshokkísambandið að leggja keppnina niður.
Ástæða þess að Íshokkísamband Íslands ákvað að draga sig úr keppni er í raun margir samverkandi þættir. Efnahagsástandið á Íslandi vóg þar þyngst ekki síst þar sem ferðalag til Norður Kóreu yrði með dýrustu ferðalögum sem sambandið hefur þurft að leggja útí. Við þetta bætist óvissa með gjalddeyri og til viðbótar má jafnframt nefna tímasetninguna, þ.e.a.s. aðventuna auk stjórnmálaástandsins í viðkomandi landi. Stundum er betra heima setið en af stað farið.