11.12.2006
Nokkurn vegin öll fararstjórnin var vakin með símhringingum kl. 9 þegar rúmenski leiðsögumaðurinn okkar ákvað að kominn væri tími til að reyna að finna farangur. Sissi greyið var endanlega fórnarlambið, hann hafði verið skráður fyrir farangrinum og þurfti því að fara aftur til Bukarest að leita. Honum var stungið upp appelsínugulan sendlabíl af vafasamari gerðinni, þar þurfti hann að sitja á trébekk í fimm klukkutíma til Búkarest og aftur til baka seinna um daginn. Bílstjórinn hafði þann leiða vana að kveikja sér alltaf í sígarettu þegar hann varð stressaður eða hræddur og keðjureykti hann nokkurnveginn alla leiðina. Sem betur fer fundust flestar töskurnar en ein er samt ennþá týnd.
Þeir örfáu sem vöknuðu til að fá sér morgunmat voru alveg himinlifandi því á hótelinu er frábært morgunverðahlaðborð.
Um ellefuleytið var liðið ræst og svo mætt í hádegismat kl. tólf. Hádegismaturinn var ekki af verri endanum, baunasúpa í forrétt og roast beef með makkarónum í aðalrétt.
Dagurinn fór svo í að koma hokkídótinu fyrir í búningsklefanum okkar í höllinni og auðvitað fyrstu ísæfingu liðsins.
Höllin er mjög fín og staðsetningin er frábær, við hliðina á hótelinu. Hún er greinilega gömul en verið er að gera hana upp. Það eru áhorfendabekkir báðum megin við svellið og leikmannabekkirnir eru bólstraðir. Það eina sem gerði okkur pínu áhyggjufulla var að það er þak á Zamboninum, öflugt búr utan um markadómarann og gægjugat á hurðunum á búningsklefunum.
Seinniparturinn fór í leikmannafundi, læknafundi, þjálfarafundi, fararstjórafundi mat og fleira. Um kvöldið voru menn komnir tiltölulega snemma í háttinn til að undirbúa átök morgundagsins.
kv
Jón Heiðar