U20 pilta - Serbar lagðir á heimavelli

Góðum sigri á Serbum fagnað í leikslok.
Góðum sigri á Serbum fagnað í leikslok.

Það var góður dagur fyrir Íslenskt íshokkí í gær 20 janúar 2025. Stúlknalið okkar lagði Belga í Istanbul og Pilta lið okkar skipað leikmönnum 20 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og skellti Serbum á heimavelli í Belgrad. Þetta var hörku leikur frá fyrstu mínútu. Það vorur ekki liðnar nema 4 mínútur af leiknum þegar Arnar Helgi Kristjánsson kom skautandi út úr varnarsvæði okkar alveg inn í varnarsvæði Serba og á leiðinni niður í vinstra hornið sendi hann glæsilega stoðsendingu aftur fyrir sig á Hauk Karvelsson sem þakkaði pent fyrir sig með dúndur skoti upp í samskeitin, algerlega óverjandi fyrir serbneska markvörðinn. Fjórar mínútur liðanar og við komnir yfir 1-0.

Rúmri einni mínútu síðar jöfnuðu Serbar og allt í járnum. Þannig var staðan eftir fyrsta leikhluta.  Þegar fimm mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta var einn Serbinn rekin útaf fyrir háa kylfu og við einum fleiri. Arnar Helgi Kristjánsson kom aftur út úr varnarsvæði okkar með pökkinn á mikilli ferð inn í varnarsvæði Serbana sem réðu ekkert við að stýra honum út og hann fór með pökkinn aftur fyrir mark serbanna og sendi hann inn í svæðið fyrir framan markið þar sem Birkir Einisson var í miklum áttökum við tvo varnarmenn Serba og hafði betur og skoraði í þröngri stöðu. 2-1 fyrir okkur. 

Það var síðan 15 sekúndum fyrir lok annars leikhluta sem Hektor Hrólfsson kemur út úr varnarsvæði okkar og sendir pökkinn djúpt niður í horn Serbanna. Markvörður þeirra fer í skógarferð fyrir aftan markið og lendir í pressu. Pökkurinn rennur til baka þar sem Hektor pikkar hann upp og sendir framfyrir markið þar sem Haukur Karvelsson beið á stuttu færi og negldi honum inn í opið markið. 3-1 staða eftir leikhluta 2. 

Serbarnir náðu síðan að setja á okkur eitt mark í þriðja leikhluta en þurftu að játa sig sigraða. 

Mörk og stoðsendingar: Haukur Karvelsson 2/0, Birkir Einisson 1/0, Arnar Helgi Kristjánsson 0/2, Hektor Hrólfsson 0/1

Þórir Hermannsson Aspar var maður leiksins, hann fékk á sig 55 skot og varði 53 sem er 96,3% markvarsla. Segja má að Þórir hafa skapað þennan sigur með góðri markvörslu en Serbarnir skutu 55 skotum á meðan við náðum inn 13.