U20 - Heimsmeistaramót

Landslið Íslands skipað leikmönnum undir 20 ára aldri hélt í gær til Eistlands til þátttöku í 2. deild heimsmeistaramóts Alþjóða Íshokkísambandsins. Liðið vann sig upp úr 3. deild á síðasta keppnistímabili. Með Íslandi í riðli eru Belgía, Spánn, Holland, Frakkland og heimamenn Eistar.

Ferðalagið gekk vel og í þessum skrifuðu orðum er liðið að hefja sinn fyrsta leik í keppninni. Tengill á keppnina verður hægra meginn á síðunni okkar á meðan á keppninni stendur. Þar er hægt að fylgjast með stöðunni í leikjum ofl.

Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markmenn

Ævar Björnsson
Daníel Freyr Jóhannsson  

Varnarmenn

Ingólfur Tryggvi Elíasson
Snorri Sigurbjörnsson
Róbert Freyr Pálsson
Carl Jónas Árnason  
Sigursteinn Atli  Sighvatsson
Hilmar Freyr Leifsson
Steindór Ingason

Sóknarmenn

Arnar Bragi Ingason
Tómas Tjörvi Ómarsson
Kristján Friðrik Gunnlaugsson
Mathias Máni Sigurðarson
Gunnar Darri Sigurðsso
Jóhann Már Leifsson
Björn Róbert Sigurðarson
Brynjar Bergmann
Aron Orrason
Andri Freyr Sverrisson

Mynd: Björn Geir Leifsson

HH