14.03.2010
Klukkan er hálf sex á föstudagsmorgni og inn í flughöfn Leifs Eiríkssonar týnast inn einn af öðrum vaskir landsliðsmenn okkar í íshokkí 18 ára og yngri. Fljúga á með hópinn til Kaupmannahafnar þar sem þaðan verður flogið til Tallinn í Eistalandi. Talandi um flug eða öllu heldur flugumferðastjóra. Þökk sé ríksisstjórn félagshyggju og vinstri manna, að þá náði hún að skapa þrýsting á verkfallsfúsa flugumferðarstjóra og fá þá til að aflýsa fyrirhuguðu verkfalli sínu.
Ætli má að hér hafi eflaust einhverjir pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar, náð að brosa í kampinn yfir þessu öllu saman, en fyrirhugað verkfall hefði sett ferðaáætlun okkar gjörsamlega úr skorðum. Flogið var stundvíslega af stað til Köben um kl. 8 og lent þar eftir þægilegt flug rétt fyrir kl. 12 að staðartíma. Þar höfðu menn um 3ja tíma stopp og var tíminn vel notaður til að ljúka pappírsvinnu og skráningu leikmanna og settu Sergei þjálfari og Óli Sæm fararstjóri upp farandskrifstofu á staðnum. Þá þyrfti að leysa eitt vandamál, en Björn Róbert sem leikur í Svíþjóð og hitti hópinn í fríhöfninni í Kastrup., var stopp í check-inn, þar sem eistneska flugfélagið gerði óhóflega kröfu á yfirvigtina hjá honum. Tæpar 60.000 átti á rukka strákinn í fyrstu, en þegar á reyndi voru það ekki nema 20.000 kr. sem karl faðir hans, sem þetta skrifar, þurfti að punga út fyrir barnið.
Frá Kastrup var síðan lagt af stað til Tallinn höfuðborgar Eisttlands. Rúmlega 400.000 íbúar eru í Tallinn, en alls búa um 1,3 milljónar manna þar á einum 45 þúsundum ferkílómetrum. Flugið þangað tók um eina klukkustund og 20 mínútur og fengum við hið besta útsýnisflug þegar komið var inn yfir Eistland. Í Eistlandi ríkir vetur konungur ennþá, þó nokkuð mikið af snjó og frost um mínus 5 gráður þegar við lentum. Vel gekk að fá farangurinn í gegn, en það er eitt aðaláhyggjuefni í svona ferðum að farangur leikmanna fari ekki eitthvað á flakk.
Narva er staðurinn þar sem mótið haldið og því er haldið er í austur átt af Tallinn eina 210 kílómetra. Rútuferðin tók þó rúma 3 tíma, þar sem vegakerfið hér er nú ekki enn alveg upp á það besta, en þó sáum við í myrkrinu að mikið er verið að undirbúa til að bæta það, en ekki fáum við að njóta þess i þessari ferð. Nú ef menn ætla sér mikið lengur en til Narva í austurátt, þá er eins gott að hafa vegabréfsáritun, því þá lenda menn á stórveldinu Rússlandi og þangað fer ENGINN í gegn nema að hafa slíka áritun. Narva er kölluð landamæraborgin af innfæddum og...þegar við nálguðumst Narva, blasti við okkur sú lengsta röð af vöruflutningabílum sem okkar augu höfðu nokkurn tíma séð. Tugir bila ef ekki vel á annað hundraðið. Þessir bílar eru allir á leið til Rússlands með vörur, en það tekur núna einn vöruflutningabíl ekki nema 120 klukkustundir ...já þetta er ekki prentvilla 120 klukkustundir af fá afgreiðslu við landamærin. Ef menn gerast svo bjartsýnir að ákveða að skjótast yfir landamærin á vengjulegum fólksbíl, getur það tekið um tvo daga að bíða eftir því að komast yfir. Þetta er eitthvað sem okkur íslendingum finnst óskiljanlegt.
En aðalatriðið er þó að allir komust við heilir á leiðarenda og okkar farangur. Hótelið alveg þokkalegt, en ekki fengum við hótelið Inger eins og áætlað var. Þess í stað erum við á Hótel Narva. Auk þess eru Eistarnir ekki alveg að fara eftir öllum þeim reglum sem Alþjóða hokkísambandið setur mótshöldurum, förum ekki nánar út í það hér, en Óli farastjóri á frekar viðburðarríkan dag í vændum á morgun. Í fyrramálið verður stutt hálftíma æfing á ís og svo fyrsti leikurinn gegn Króötum kl. 13 að staðartíma (11 að íslenskum) og nánar um hann í næsta pistli, auk þess sem hægt er að fylgjast með uppfærslum úr leiknum á vef alþjóðahokkísambandsins www.iihf.com
Það sem kannski einkennir hópinn núna eru hversu margir nýliðar eru nú í liðinu og þeir eldri og reyndari biðu spenntir eftir því að fá að busa nýliðana. Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð að menn hafa fengið útrás á höfði nýliða með því að klippa þá. Sá (ó)siður hefur verið aflagður, en á móti þurfa nýliðar að leysa af hendi alls kyns þrautir, t.d. armbeygjur á ólíklegustu stöðum og stundum og bera töskur fyrir eldri spilara svo eitthvað sé nefnt. Annars er mjög góður andi í hópnum og menn bíða spenntir eftir fyrsta leikdegi.
Við biðjum allir fyrir góðar kveðjur héðan frá Narvra...og ÁFRAM ÍSLAND!