Einsog flestir vita hefur Félag Flugumferðarstjóra boðað verkfall föstudaginn 12. mars í um fjórar klukkustundir. Þetta gæti leitt til þess að flugi til Kaupmannahafnar seinkar og í framhaldi af því verði liðið of seint í tengiflugið til Tallin. ÍHÍ hefur rætt við ferðaskrifstofuna og bókun íslenska liðsins er þannig að Icelandair ber að koma okkur á leiðarenda. Þrír möguleikar eru í stöðunnni: 1. Að það verði samið. 2. Að fluginu til Kaupmannahafnar verði
flýtt. 3. Að útvegað verði flug sem verður síðar um daginn.
Hvernig sem fer þá bendum við leikmönnum/forráðamönnum að fylgjast vel með bæði fréttum af verkfallinu en einnig ef breytingar yrðu
gerðar á flugtíma. Við munum að sjálfsögðu líka reyna að uppfæra U18 tengilinn um leið og við fáum fréttir.
Verð á hvern leikmann í ferðina eru kr. 35.000 Greiða ber inn á reikning 0101-26-560895 og kennitalan er 560895-2329.
Vinsamlegast setið upphafstafi leikmannsins í skýringu með greiðslunni svo auðveldara sé að átta sig á hver er að greiða í hvert skipti ef það er ekki leikmaðurinn sem er að greiða.
HH