28.01.2008
Sergei Zak hefur valið Snorra Sigurbjörnsson í U18 ára landsliðið sem halda mun til Tyrklands á HM í mars n.k. Snorri er búsettur í Asker í Noregi. Hann flutti þangað 6 ára gamall og byrjaði fljótlega að æfa hokkí og spilaði með Stjernen Hokey í Fredrikstad þar til í vetur er hann fluttist til Asker, og spilar með Frisk Asker junior. Snorri er stór og sterkur varnarmaður (187cm og 85kg) og mun án efa styrkja vörnina okkar í komandi átökum.