11.03.2007
Nú þegar klukkan er að ganga tvö að nóttu til hérna í Beijing er mannskapurinn á fullu að pakka og ganga frá herbergjunum. Þetta er því búinn að vera langur dagur sem hófst um áttaleytið í morgun með því að mannskapurinn var ræstur og farið í morgunmat og þaðan á æfingu. Rétt einsog vanalega, þegar leikið er seint að degi til, hvildi mannskapurinn sig um miðjan daginn. Fáeinir fengu leyfi til að fara í bæinn og klára að versla en flestir virtust búnir að vera að fá nægju sína af því. Uppúr fjögur var tekinn léttur miðdegisverður og síðan haldið niður í höll. Leiknum verða gerð skil annarsstaðar en þrátt fyrir bronsverðlaun var það vonsvikinn mannskapur sem hélt niður á hótel. Kvöldverðurinn var tekinn um ellefuleytið og eftir það hafa fararstjórar verið að fara yfir herbergin og fleira. Í fyrramálið er ræs fyrir klukkan sjö og þá hefst leiðin heim, sem er bæði löng og ströng. Kveðja frá Kína.
HH