Segja má að annars keppnisdagur okkar hafi verið með rólegra móti. Flest allir hlutir eru að komast í fastar skorður og ekki skemmir fyrir að starfsfólk á þessari keppni er fjölmargt og því oftast auðvelt að leysa vandamál svo lengi sem menn ná að skilja hvorn annan. Menn hófu daginn með hóflegum morgunverði og síðan var haldið á létta æfingu. Fátt eitt bar til tíðinda fram eftir degi nema hvað fararstjórn gekk frá ferð á Kínamúrinn og að sjálfsögðu var 100% mæting í þá ferð. Leikmenn voru síðan vaktir um miðjan dag og göngutúr dagsins var á næsta Subway stað til að fá eitthvað smá í magann. Síðan var beðið eftir leik en
einsog sjá má annarsstaðar lauk honum með öruggum sigri okkar manna. Svo öruggur var sigurinn að fararstjórn gat alveg spara raddböndin, við hvatningar, í síðasta þriðjung og kemur það okkur vonandi til góða í leiknum á fimmtudag gegn Kínverjum. Eftir leik var haldið beint heim á hótel og snæddur mjög svo síðbúinn kvöldverður og síðan fór hver til síns herbergis. Á morgun er frídagur og verður hann einsog áður segir nýttur til að fara á hinn mikla kínamúr.