05.03.2007
Erfiðlega gekk að fá leikskýrsluna hjá mótshöldurum þannig að frásögn af leiknum bíður aðeins. Menn voru að sjálfsögðu býsna kátir eftir leikinn og læknirinn okkar, sem hefur farið töluvert af þessum ferðum, lýsti yfir sérstakri ánægju með hvað andinn í hópnum væri góður. Eftir sturtu niður í höll var haldið á veitingastað sem fararstjórn hafði farið á fyrr um daginn og beðið um að yrði haldið opið lengur frameftir. Klukkan var orðin sirka ellefu um kvöldið loksins þegar við mættum þangað og þar náðu leikmenn að seðja sárasta hungrið. Síðan var haldið uppá hótel og komið þangað rétt eftir miðnætti og fóru þá leikmenn beint upp á herbergi enda erfiður dagur að baki og annar erfiður framundan. Einsog áður sagði er andinn í hópnum góður og menn staðráðnir í að gera sitt besta. Næsti leikur okkar er við Suður-Afríkumenn og rétt eins og leikurinn við Tyrki er það síðasti leikurinn á mótinu þann daginn. Óveruleg meiðsli eru í okkar liði, einn leikmaður aðeins högg á hné, en vonandi verður hann klár í næsta leik. Kveðjur frá Kína.