U18 stúlkur - Tyrkjaránið hið síðara

Fyrr í dag var úrslitaleikur U18 stúlkna á heimsmeistaramótinu deild 2B sem leikin var í Istanbúl.  Leikurinn á móti Tyrkjum sem var sá síðasti sem liðið spilar að þessu sinni. Þetta var því hreinn úrslitaleikur um gull á HM í þessum styrkleikaflokki Alþjóða Íshokkísambandsins. 

Skemmst er frá því að segja að liðið okkar náði sér ekki á strik ef frammistaðan er borin saman við fyrri leiki. Við áttum 23 skot á mark Tyrkjanna en okkur tókst ekki að skora. Silfur verður því hlutskipti okkar að þessu sinni og áframhaldandi vera í þessum styrkleikaflokki. 

Nú má ekki skilja orð mín þannig að eitthvað hafi verið að. Svona er þetta bara í íþróttum að stundum gengur allt upp og stundum ekki. Það er full ástæða til að hrósa liðinu í heild sem lék mjög vel á þessu móti. Tyrkir gerðu vel í að halda okkur niðri og loka á okkar helstu markaskorara. Ég verð þó að viðurkenna að mér líður eins og þeir hafi rænt okkur sigri.
Liðið leggur af stað heim á morgun.