2017 IIHF ICE HOCKEY U18 WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group B hefst í dag með leik Ástralíu og Íslands, leikur hefst kl 13:00 á staðartíma.
Strákarnir okkar eru hressir og kátir, þrátt fyrir ýmsar hremmingar sem við þurftum að takast á við í undirbúningi liðsins. Liðið mætti til Novi Sad á fimmtudagskvöld og var áætlað að æfa stíft fram að móti. Þar sem ísvélar skautahallarinnar í Novi Sad biluðu þá var ákveðið að færa mótið til Belgrad.
Streymt verður frá leiknum og má finna allar upplýsingar um leikinn á vef IIHF, ýta hér.
Skautahöllin í Belgrad heitir Pioner og var byggð árið 1978, tekur um 2000 manns í sæti. Við eigum von á stórskemmtilegu móti, þar sem mótherjarnir eru allir mjög sterkir. Þátttökuþjóðir auk Íslands, eru Ástralía, Belgía, Serbía, Spánn og Holland.