Stórsigur á Suður Afríku í fyrsta leik hjá U18 kvenna

Skjáskot frá Youtube streymi 
Staðan 17-0 fyrir okkur þegar 44 sekúndur voru eftir
Skjáskot frá Youtube streymi
Staðan 17-0 fyrir okkur þegar 44 sekúndur voru eftir

Í gær föstudag hélt landslið kvenna skipað leikmönnum yngri en 18 ára til keppni í sínum styrkleikaflokki hjá Alþjóða Íshokkísambandinu. Leikið er að þessu sinni í Istanbul Tyrklandi.
Fyrsti leikur liðsins var gegn Suður Afríku í dag og er skemmst frá því að segja að liðið okkar stóð sig frábærlega og yfirspiluðu þær andsæðingana gjörsamlega. Afríku stúlkur sáu aldrei til sólar svo miklir voru yfirburðirnir.  Við skoruðum 17 mörk og skutum 87 sinnum á mark andstæðinganna. Þær áttu aðeins 3 skot á markið okkar og náðu ekki að skora. 0-17 fyrir okkur því staðreynd. 
Gaman var að fylgjast með leiknum í beinu streymi á youtube og sýndu okkar stúlkur frábæra takta á köflum. 

Mörk og stoðsendingar féllu svona. 

Friðrika Magnúsdóttir 4/4, Sólrún Arnardóttir 3/3, Magdalena Sulova 1/4, Kolbrún Björnsdóttir 2/2, Eyrún Garðarsdóttir 2/1, Stefanía Elísarbethardóttir 2/2, Sveindís Sveinsdóttir 1/1, Eva Hlynsdóttir 1/0, Heiðrún Rúnarsdóttir 1/0, Dagný Teitsdóttir 0/2, Sofía Bjarnadóttir 0/1, Brynja Þórarinsdóttir 0/1, Silvía Kristinsdóttir 0/1, Aníta Benjamínsdóttir 0/1,  Alls eru þetta 14 stúlkur sem komast á blað að þessu sinni og sýnir það mikla breidd. 

Stefanía Elísarbethardóttir var valin leikmaður leiksins af þjálfurum liðsins og fékk hún viðurkenningu fyrir eftir leikinn. 

Næsti leikur hjá stúlkunum er á mánudag klukkan 13:00 á okkar tíma.