Skautafélag Akureyrar hefur óskað eftir staðfestingu ÍHÍ á leikleyfum fyrir Ólaf Baldvin Björgvinsson sem lék á síðasta tímabili hjá Hanhals IF í Svíþjóð og Herborgu Geirsdóttur sem lék á síðasta tímabili með Rogle Angelholm í Svíþjóð.
Báðir þessir leikmenn voru færðir yfir til Svíþjóðar á síðasta tímabili samkvæmt alþjóðlegu félagaskiptakerfi IIHF í tímabundnum félagaskiptum. 30. júní síðastliðinn færðust allir þeir sem fóru á milli landa með þessum hætti sjálfkrafa til baka inn í sitt heimaland og í félagið sem leikmaðurinn kom frá.
Það staðfestist hér með að Herborg Geirsdóttir og Ólafur Baldvin Björgvinsson teljast því löglegir leikmenn á Íslandsmótinu í íshokkí tímabilið 2024-2025 með Skautafélagi Akureyrar.