SR - Ynjur umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Ynjur lögðu á laugardagskvöld lið SR í kvennaflokki með 19 mörkum gegn engu en leikurinn fór fram í Skautahöllinni í Laugardal. 

Eins og tölurnar gefa til kynna höfðu Ynjur mikla yfirburði í leiknum og strax að lokinni fyrstu lotu voru þær komnar með níu marka forystu. Markmaður SR-kvenna hafði í nægu að snúast enda sóknarþungi Ynja mikill. Þetta var síðasti leikur Ynja á tímabilinu en á morgun leika SR-konur sinn síðasta leik þegar þær fá Bjarnarkonur í heimsókn í Laugardalinn klukkan 20.00.

Ákveðið hefur verið að einungis einn leikur verði leikinn í úrslitakeppni kvenna og fer hann fram nk. föstudag á Akureyri og hefst klukkan 20.00. Meira um það síðar.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 3/1
Thelma María Guðmundsdóttir 3/0
Sarah Smiley 2/3
Sunna Björgvinsdóttir 2/2
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/2
Harpa María Benediktsdóttir 2/1
Marta Ýr Magnúsdóttir 2/0
Hrund Thorlacius 1/1
Kolbrún Lind Malmquist 1/0
Elise Marie Valjaots 1/0 
Kristín Björg Jónsdóttir 0/2

Refsingar Ynjur 2 mínútur 

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH