SR - Víkingar umfjöllun

Úr leik SR og Víkinga
Úr leik SR og Víkinga


Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmótinu sl. laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn engu marki SR-inga.

Víkingar hófu leikinn af krafti og komust yfiir með marki frá Ingþóri Árnasyni strax á þriðju mínútu. Stefán Hrafnsson, sem nýkominn er á ísinn aftur, jók svo muninn fyrir Víkinga skömmu síðar en fleiri mörk komu ekki í lotunni þrátt fyrir nokkuð þunga sókn norðanmanna.
Leikurinn var aðeins jafnari í annarri lotu þó Víkingar hefðu enn frumkvæðið. Eina mark lotunnar átti Ben DiMarco eftir stoðsendingu frá Hilmari Frey Leifssyni.
Víkingar bættu við tveimur mörkum. Fyrra markið átti Ingólfur Tryggvi Elíasson en það síðara Jóhann Már Leifsson. Bæði mörkin komu þegar SR-ingar voru einum færri á ísnum.

Refsingar SR: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Stefán Hrafnsson 1/1
Ben DiMarco 1/0
Ingólfur Tryggvi Elíasson 1/0
Jóhann Már Leifsson 1/0
Ingþór Árnason 1/0
Björn Már Jakobsson 0/2
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Hilmar Freyr Leifsson 0/1

Refsingar Víkinga: Engar

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH