07.03.2011
Skautafélag Reykjavíkur og SA Víkingar léku í gær fjórða leik liðanna í úrslitum karla á íslandsmótinu í íshokkí. Leiknum, sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal, lauk með sigri Víkinga sem gerðu tvö mörk gegn einu marki SR-inga.
Það gerist ekki oft að leikhlutar séu markalausir í íslensku íshokkí en nú bar svo við að fyrsta og önnur lota voru markalausar. Tækifærin hjá liðunum voru þó ekki af skornum skammti . SR-ingar voru öllu sókndjarfari í fyrstu lotunni en í þeirri annarri snerist dæmið við og Víkingar sóttu mun meira.
Það var síðan í 3ju og seinustu lotunni sem öll mörkin litu dagsins ljós. SA Víkingar komust yfir með marki frá Andra Má Mikaelssyni strax í upphafi lotunnar. U.þ.b. fimm mínútum síðar jafnaði Steinar Páll Veigarsson metin fyrir SR-inga eftir stoðsendingu frá Kára Valssyni. Þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu leiks skoraði síðan Josh Gribben markið sem skildi liðin að í lokin. Ingvar Þór Jónsson átti
Markmenn beggja liða fóru mikinn í leiknum en skot á mark voru 49 – 47 en þess má einnig geta að öll mörk leiksins voru gerð þegar liðið sem fékk á sig mark var einum færra á ísnum.
Á morgun fer því fram á Akureyri fimmti og síðasti leikurinn í úrslitakeppninni. Þá verður leikið þangað til niðurstaða fæst um hverjir verða íslandsmeistarar í íshokkí tímabilið 2010-11. Leikurinn hefst klukkan 19.00
Mörk/stoðsendingar SR:
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Refsingar SR: 38 mínútur
Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Andri Már Mikaelsson 1/0
Josh Gribben 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Refsingar SA Víkingar: 12 mínútur
Mynd: Ómar Þór Edvardsson
HH