SR - SA umfjöllun

Skautafélag Reykjvíkur og Skautafélag Akureyrar léku í gærkvöld á Íslandsmótinu í íshokkí. Leiknum lauk með sigri SA-manna sem gerðu 5 mörk gegn 4 mörkum heimamanna í SR.
SA-menn höfðu fyrr í vikunni tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á Birninum og með sigrinum í kvöld náðu SA-menn að tryggja sér heimaleikjaréttinn. SR-ingar eru hinsvegar þremur stigum á undan Bjarnarmönnum fyrir lokaleikinn í deildinni ásamt því að hafa átta mörk í plús á þá.

Í lið SR-inga vantaði að þessu sinni Steinar Pál Veigarsson fyrirliða en SA-menn voru án Ingvars Þórs Jónssonar sem glímt hefur við meiðsli á hendi.
Leikurinn fór nokkuð rólega af stað þótt tvö mörk litu kæmu á fyrstu mínútum lotunnar. SA-menn voru þó öllu sterkari í lotunni og það voru eir sem komust yfir með marki frá Rúnari F. Rúnarssyni á þriðju mínútu. Hamingjan stóð þó ekki lengi því Gunnlaugur Karlsson jafnaði metin með marki skömmu síðar. Ekki var meira skorað í fyrsta leikhluta og staðan því 1 – 1.

Daniel Kolar kom SR-ingum yfir í annarri lotu með ágætis marki en fyrirliðinn Jón B. Gíslason jafnaði hinsvegar metin fyrir SA-menn skömmu síðar.
 
Í þriðja leikhluta náðu SA-menn hinsvegar tveggja marka forystu strax í byrjun lotunnar með mörkum frá Rúnari Frey og Josh Gribben. SR-ingar virtust nokkuð slegnir út af laginu um nokkura stund en náðu þó að minnka muninn með marki frá Agli Þormóðssyni. Aftur komust SA-menn yfir eftir að Jóhann Freyr Leifsson komst einn í gegn. Þegar um fjórar mínútur lifðu leiks minnkaði Egill muninn í eitt mark fyrir heimamenn en þrátt fyrir að vera manni fleiri náðu þeir ekki að nýta sér liðsmuninn og jafna leikinn.

Mörk/stoðsendingar SR:
Egill Þormóðsson 2/0
Daniel Kolar 1/1
Gunnlaugur Karlsson 1/0
Sindri Gunnarsson 0/1

Guðmundur Björgvinsson 0/1

Refsimínútur SR: 18 mín.

Mörk/stoðsendingar SA
Rúnar Rúnarsson 2/1

Josh Gribben 1/2
Jón B. Gíslason 1/0

Jóhann Leifsson 1/0
Steinar Grettisson 0/2

Refsimínútur SA: 16 mín.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.

HH