SR Fálkar - Jötnar umfjöllun


Úr leik Jötna og SR fyrr á árinu                                                                           Mynd: Sigurgeir Haraldsson

SR Fálkar og Jötnar mættust á íslandsmóti karla á laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri SR Fálka sem gerðu 6 mörk gegn 3 mörkum Jötna.

Segja má að dæmið hafi snúist við frá því í leiknum kvöldið áður því að nú voru það SR Fálkar sem sóttu af töluvert meiri krafti en norðanmenn sem voru frekar fáliðaðir að þessu sinni.

Pétur Maack kom SR Fálkum í 2  - 0  áður en fyrsta lotan var hálfnuð og Sindri Björnsson bætti við þriðja markinu áður en lotan var á enda.

Jötnar bitu hinsvegar frá sér í upphafi annarrar lotu þegar þeir Orri Blöndal og Stefán Hrafnsson minnkuðu muninn í 3 – 2. Hlutirnir gerðust hratt eftir það. Tómas Tjörvi Ómarsson svaraði fyrir SR Fálka en stuttu síðar kom Stefán með sitt annað mark fyrir Jötna. Styrmir Friðriksson átti hinsvegar lokaorðið í lotunni fyrir SR Fálka þegar hann kom þeim í 5 – 3 rétt eftir miðja lotu.

SR Fálkar áttu síðan lokaorðið í leiknum  í þriðju og síðustu lotunni en þá skoraði Egill Þormóðsson fyrir þá og stigin þrjú örugglega komin í hús.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Pétur Maack 2/1
Árni Valdimar Bernhöft 1/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Styrmir Friðriksson 1/1
Egill Þormóðsson 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 0/2

Refsingar SR Fálkar: 6 mínútur

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Stefán Hrafnsson 2/0
Orri Blöndal 1/1
Ingvar Jónsson 0/1

Refsingar Jötnar: 8 mínútur