Björninn vann í kvöld stórsigu á SR Fálkum með tíu mörkum gegn engu á íslandsmóti karla íi íshokkí en leikurinn fór fram í Laugardalnum.
Einsog tölurnar gefa til kynna höfðu Bjarnarmenn mikla yfirburði gegn ungu liði SR Fálka og strax í fyrstu lotu gerðu þeir út um leikinn með með fimm mörkum. Þeir héldu síðan áfram á svipaðri siglingu í annari lotu og bættu við fjórum mörkum. Í þriðju og síðustu lotu hægðu Björninn hinsvegar á sér og jafnaðist þá leikurinn nokkuð og aðeins eitt mark leit dagsins ljós
Með sigrinum komu Bjarnarmenn sér á toppinn aftur og hafa nú tveggja stiga forskot á Víkinga en þessi lið mætast eimitt nk. laugardag í Egilshöll.
Refsingar SR Fálkar: 12 mínútur
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Ólafur Hrafn Björnsson 3/2
Sturla Snær Snorrason 2/0
Daniel Kolar 1/2
Falur Birkir Guðnason 1/0
Birkir Árnason 1/0
Aron Knútsson 1/0
Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/0
Trausti Bergmann 0/2
Lars Foder 0/2
Refsingar Björninn: 27 mínútur
Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson
HH