Skyldusigur á Lúxemborg, 13 - 0

Ljósmynd:  Ólafur Þorgrímsson
Ljósmynd: Ólafur Þorgrímsson

Í gærkvöldi átti íslenska liðið nokkuð auðveldan sigur á liði Lúxemborg sem óhætt er að segja að hafa ekki riðið feitum hesti frá sínum viðureignum á þessu móti.   Loturnar fóru 3 - 0, 3 - 0 og 7 - 0 og satt best að segja hefðu mörkin getað orðið fleiri.  Gestirnir stóðu ágætlega í okkar drengjum framan af, en þegar leið nær lokum leiksins var þeim öllum lokið.  Íslenska liðið átti 59 skot á móti 16.   13 leikmenn voru með stig í leiknum og Þórir Aspar og Sigurgeir Söruson skiptu með sér vaktinni á milli stanganna.

Í dag er svo frídagur á mótinu en á morgun kl. 18:00 - ATH! ekki kl. 20:00 heldur kl. 18:00 - mætir svo Ísland Ísrasel í úrslitaleik um gullið!

 

Mörk og stoðsendingar

Uni Blöndal 1/5
Ormur Jónsson 2/2
Birkir Einisson 2/2
Arnar Karvelsson 3/0
Arnar Kristjánsson 0/3
Ólafur Björgvinsson 2/0
Haukur Karvelsson 2/0
Viktor Mojzyszek 1/1
Hektor Hrólfsson 0/2
Helgi Bjarnason 1/0
Ýmir Hafliðason 0/2
Daníel Ryan 0/1
Haukur Steinsen 0/1