Skráning dómara

Íshokkísamband Íslands auglýsir eftir skráningu dómara sem geta tekið að sér dómgæslu á alþjóðlegum íshokkíleikjum og mótum á vegum IIHF tímabilið 2012-2013. Skráning er opin fyrir bæði karla og konur sem voru virk sem dómarar í meistaraflokki síðasta tímabils og að hafa staðist dómarapróf ÍHÍ eftir júlí 2011. Viðkomandi má ekki vera orðinn eldri en 50 ára þann 1. ágúst 2012. Skráning er háð samþykki dómaranefnda ÍHÍ og IIHF

Allur ferðakostnaður vegna alþjóðlegra móta er greiddur af IIHF ásamt dagpeningum, en nánari upplýsingar má finna í reglugerð IIHF um dómgæslu á mótum. [ http://www.iihf.com/iihf-home/the-iihf/statutes-bylaws.html ]

Skráning þarf að hafa borist ihi@ihi.is fyrir 20. júlí næstkomandi og þarf að koma fram hvort skráning sé sem aðal- eða línudómari.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður í tölvupósti.

Ólafur Osvaldsson
Yfirdómari ÍHÍ
osvaldsson@icelandic.net