Síðastliðið fimmtudagskvöld var oddaleikur í Úrslitakeppni Hertz-deild karla þar sem Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur leiddu saman hesta sína. Var þetta í fyrsta skipti í 10 ár þar sem úslitakeppnin fer í oddaleik en síðasta voru það lið Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins (nú Fjölnis) sem áttust við þá.
Oddaleikurinn og í raun úrslitakeppnin öll var hin allra besta skemmtun sem bauð upp á allt það sem góð úrslitakeppni þarf að hafa. Spennandi leiki, óvænt úrslit og mikla dramatík. Sérstaklega var leikur nr.4 í þessari hrinu afar spennandi og mikil dramatík einkenndi þann leik þegar Sölvi Atlason náði að jafna leikinn fyrir SR rétt fyrir leikslok og síðan náði Kári Arnarsson að skora sigurmark SR í framlengingu og tryggja þannig oddaleik á Akureyri.
Oddaleikurinn norður á Akureyri var í járnum frá fyrstu mínútu og það var nokkuð ljóst að bæði lið voru mætt til leiks og gáfu ekkert eftir. Fyrsta lotan fór 2 - 2, önnur 1 -1 og loka lotan fór 0 - 1. Lokatölur voru því 3 - 4, SR í vil og Íslandsmeistaratitillinn í höfn fyrir SR.
Hægt er að lesa fjölmargar umfjallarnir um oddaleikinn hér að neðan.
MBL
SR er Íslandsmeistari eftir 14 ára bið
„Ég hreinlega gat ekki teygt mig millimetra lengra“
Viljum gera þetta allt saman aftur að ári
akureyri.net
Reykvíkingar nældu í íshokkígullið – MYNDIR
„Vorum aðeins duglegri þegar við vorum yfir“
Íslandsbikarinn „lánaður“ suður!
ishokki.is
Úrslitakeppni karla – Oddaleikur – Myndir!
Við óskum Skautafélagi Reykjavíkur til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.