Skautafélag Reykjavíkur íslandsmeistarar 2006-2007

SRingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir spennandi leik við SA.  Eftir venjulegann leiktíma var staðan jöfn 2-2, og ekkert mark var skorað í framlenginu, þannig að úrslitin réðust í vítakeppni, lokastaðan 6-4 fyrir SR, en SA tók ekki síðasta víti sitt.

Það má segja að í kvöld sigraði íslenskt íshokkí. Þessi leikur hafði allt það sem að góður úrslitaleikur þarf að hafa og verður þeim sem voru í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld ógleymanlegur. Fram á síðasta augnablik gat sigurinn fallið í báðar áttir vááááá.... þvílík spenna. Það er erfitt hlutskipti þegar eigast við tvö frábær lið að þurfa að tapa en það var hlutskipti norðanmanna í kvöld. Þeim er rétt að þakka fyrir frábæra spilamennsku og íþróttalega framkomu. Að sjálfsögðu viljum við hjá ÍHÍ einnig óska nýkrýndum íslandsmeisturum Skautafélags Reykjavíkur til hamingju með góðan árangur á leiktíðinni en liðið varð bæði deildar- og íslandsmeistarar.

Myndina tók Margeir Örn Óskarsson.

Að lokum kemur hér atburðalýsing af vefsíðu SR www.skautafelag.is fyrir þá sem að vilja spá í gang leiksins.

ATBURÐALÝSING

jæja jæja....   ný styttist óðum í að leikurinn hefjist.  Bæði liðin á ísnum og áhorfendur farnir að koma sér fyrir á bekkjunum.  
Aðeins 2 mínútur í leik og andrúmsloftið orðið ansi rafmangað  :) Liðin komin á ísinn og byrjað er að kynna þau  

Staðan er   2 - 2
Mörk SR: Gauti Þormóðsson nr 10  stoð Todd Simpson nr 25 Mirek Krivanek nr 15 stoð nr 17 og 10 Mörk SA: Jón Gíslason nr 14  stoð Jón Ingi Hallgrímsson nr 10 Tómas Fiala nr 25 eftir stoð frá nr 14 Jóni Gíslasyni  
Leikurinn er hafinn SRingar áttu skota að marki en það komst ekki inn
SA með skot á mark SR en það var varið
2:48 leikmaður nr 10 hja´SR 2 mínútur fyrir Tripping
3:51  leikmaður nr 21 hjá SA 2 mínútur fyrir Tripping
7:17  og enn ekkert mark komið  Hörð atlaga að marki SR en inn fór pökkurinn ekki
SR í sókn en pökkurinn vill ekki inn
10:28  og enn ekkert mark....
Það er alveg ótrúleg stemming í höllinni og mikill fjöldi áhorfenda
14:19  leikmaður nr 15 hjá SA 2 mínútur fyrir Roughing *
Bæði lið fullskipuð
16:56  leikmaður nr 5 hjá SR 2 mínútur fyrir interference
Fyrsti leikhluti búinn  

Annar leikhluti að hefjast
SA með skot á mark en  Birgir ver
Hörð hríð að marki SA en inn fór pökkurinn ekki
25:42  leikmaður SA nr 21 fær 2 mínútur fyrir Hooking
Bæði lið fullskipuð
28:37  leikmaður nr 2 hjá SR fær 2 mínútur fyrir tripping
30:19  SR skorar leikmaður nr 10 Gauti Þormóðsson eftir stoð frá nr 25 Todd Simpson
30:41 leikmaður SR nr 25 fær 2 mínútur fyrir interference
31:30  leikmaður SR nr 15 fær 2 mínútur fyrir interference
31:54 leikmaður nr 10 hjá SR fær 2 mínútur fyrir tripping
31:54 leikmaður nr 21 hjá SA fær 2 mínútur fyrir leikaraskap
34:19 leikmaður SA nr 5 fær 2 mínútur fyrir hooking
Bæði lið fullskipuð
SA með skot á mark en Birgir ver
SR með skot á mark Ómar ver
Spennan er nánast óbærileg 
Annar leikhluti er búinn  

Þriðji leikhluti að hefjast
SR búnir að pressa stíft á mark SA en ekki vill pökkurinn inn
44:46  Leikmaður SR nr 25 fær 5 + game  fyrir roughing 
44:46  Leikmaður SR nr 23 fær 2 + 10 mín fyrir checking to the head
SR pressar stíft þrátt fyrir að vera einum færri
Bæði lið eru fullskipuð
SA með gott skot á mark en Birgir ver
Þriðji leikhluti hálfnaður
SA með harða sókn að marki SR
51:50 SA skorar leikmaður nr 14 Jón Gíslaon eftir stoð frá nr 10 Jóni Inga Hallgrímssyni
52:32 leikmaður SA nr 21 fær 2 mínútur fyrir tripping
Bæði lið eru fullskipuð
54:58 leikmaður SR nr 19 fær 2 mínútur fyrir cross checking
54:58  SA tekur leikhlé
55:48  SA skorar leikmaður nr 25 Tomas Fiala eftir stoð frá nr 14 Jóni Gíslasynu
55:47  leikmaður SA nr 15 fær 2 mínútur fyrir cross check
56:27 SR skorar leikmaður nr 15 Mirek Krivanek stoðsending nr 17 Guðmundur Björgvinsson og 10 Gauti Þormóðsson
57:29  SR tekur leikhlé
58:52 leikmaður SA nr 11 fær 2 mínútur fyrir interference
Þriðji leikhluta er lokið  

Nú er tveggja mínútna hlé
Síðan er leikið í 10 mínútur og það lið sem fyrr skorar sigrar = Gullmark.  Liðin leika einum leikmanni færri hvort í framlengingu  

Fjórði leikhluti er að hefjast Bæði lið eru nú með 4 leikmenn
Framlengingin hálfnuð
Framlengingin er búin  

Tveggja mínútna hlé og síðan verður vítakeppni  
Fyrir  SR Gauti Þormóðsson    nr 10     skorar
Egill Þormóðsson      nr 6       skorar
Mirek Krivanek        nr 15     varið
Peter Krivanek         nr 11     skorar
Daniel Kolar             nr 12   skorar  

Fyrir SA Jón Gíslason           nr   14      skorar
Rúnar Rúnarsson    nr   28      skorar
Tomas Fiala            nr   25     varið
Björn Már Jakobsson  nr  24  varið
Jón Ingi Hallgímsson   nr  10    

SR eru íslandsmeistarar