Nokkrir áhugasamir Hafnfirðingar leituðu fyrir nokkru síðan til Íshokkísambandsins og óskuðu eftir liðsinni sambandsins til þess að stofna skautafélag í Hafnarfirði. Eftir nokkurn undirbúning var svo haldin stofnfundur Skautafélags Hafnarfjarðar SFH í gær 11. júní 2024. Helgi Páll Þórisson formaður Íshokkísambands Íslands bauð gesti velkomna og tilnefndi svo Viðar Garðarsson sem fundarstjóra sem gékk til dagskrár. Fundurinn var vel sóttur og var félagið formlega stofnað og því kosin stjórn sem klárar skráningu félagsins hjá Skattayfirvöldum og Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar (ÍBH).
Við skráningu hjá ÍBH verður félagið sjálfkrafa aðili að Íshokkísambandinu. En félagið hefur áhuga á því að tefla fram liði á komandi tímabili. Alls eru 39 einstaklingar skráðir í fundargerð sem stofnfélagar Skautafélags Hafnarfjarðar og eftirtaldir voru kjörnir í stjórn.
Þórhallur Viðarsson, formaður
Ingólfur Bjarnason, meðstjórnandi
Elvar Freyr Hafsteinsson, meðstjórnandi
Ellert Þór Arason, meðstjórnandi
Þóra Dröfn Guðmundsdóttir, meðstjórnandi