Töluverð spenna hefur verið í Toppdeild karla í vetur þar sem öll lið hafa verið að skiptast á að stela stigum af hinum og hafa þannig töluverð áhrif á stigatöfluna og deildarmeistararnir ekki endilega krýndir í leik sem þeir sjálfir spila. Um áramót var staðan þannig að þrjú lið af fjórum voru í hörkubaráttu um að komasta í þau tvö sæti sem í boði eru í Úrslitakeppninni. En um miðjan síðasta mánuð, eftir sigur á Skautafélagi Hafnarfjarðar og eftir sigur Fjölnis á SR þar á eftir var orðið ljóst að hvorki SR né Fjölnir gætu náð SA að stigum og því urðu SA Víkingar deildarmeistarar Toppdeildar karla 2025.
Úrslitakeppni karla hefst 29. mars næstkomandi.