Heimamenn höfðu betur í leiknum á Akureyri, virtist svolítið eins og gestirnir SRingar væru pínu slegnir út af laginu. Þeir áttu ágætis færi en gékk illa að skora. Þannig áttu SRingar 28 skot á mark sem gaf aðeins 1 mark, það er hlutfall upp á 1/28 = 3,5% nýting á meðan heimamenn áttu 37 skot á markið sem gáfu 7 mörk með hlutfallið 7/37 = 18,9% skotnýting.
Mögulega áttu hremmingar SRinga á leiðinni norður einhvern þátt í því að einbeiting þeirra var ekki hin sama og í fyrri leikjum. En fresta þurfti leiknum um rúma klukkustund, vegna minniháttar óhapps þegar langferðabíll þeirra lenti utanvegar upp á Laxárdalsheiði. Sem betur fer varð ekki slys á fólki en bíllinn skaddaðist eitthvað. Það var síðan snjóruðningstæki sem kom að rútunni nokkru síðar sem gat dregið hana til baka inn á veginn.
Næsti leikur er næstkomandi þriðjudag í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 19:45. Vinni SRingar hann hafa þeir tryggt að 5 leikur, hreinn úrslitaleikur verður spilaður á Akureyri á skírdag. Ef SA vinnur í Laugardalnum fer íslandsbikarinn á loft.