09.02.2011
SA Jötnar og Skautafélag Reykjavíkur léku á íslandsmótinu í íshokkí á Akureyri í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu sex mörk gegn tveimur mörkum SA Jötna
SR-ingar sóttu töluvert meira allan leikinn og sáu til þess að Sæmundur Leifsson markvörður SA Jötna hefði ærinn starfa.
Fljótlega í fyrstu lotu náði Gauti Þormóðsson forystunni fyrir þá en á þeim tímapunkti voru þeir manni yfir á ísnum. Gauti bætti síðan við öðru marki þegar langt var liðið á lotun og SR-ingar voru því 0 -2 yfir eftir fyrstu lotu.
Gunnar Rafn Jónsson minnkaði muninn fyrir Jötna en skömmu síðar juku Pétur Maack og Arnþóri Bjarnason muninn aftur fyrir SR-inga og staðan í lotulok því 1 - 4
Kári Valsson bætti svo enn í forskotið fyrir SR-inga fljótlega í byrjun 3ju lotu. Gauti Þormóðsson bætti síðan við sínu þriðja marki áður en Sigurður Reynisson minnkaði muninn fyrir Jötna.
Mörk/stoðsendingar SA Jötnar:
Gunnar R. Jónsson 1/1
Sigurður Reynisson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/1
Jón B. Gíslason 0/1
Refsingar SA Jötnar: 18 mínútur.
Mörk/stoðsendngar SR:
Gauti Þormóðsson 2/1
Pétur Maack 1/1
Arnþór Bjarnason 1/1
Kári Valsson 1/0
Egill Þormóðsson 0/1
Sindri Gunnarsson 0/1
Ævar Þór Björnsson 0/1
Refsingar SR: 10 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH