05.01.2011
SA Jötnar og SA Víkingar léku á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerður 15 mörk gegn 4 mörkum Jötna.
Liðin skiptust nokkuð á að sækja fyrstu tvær loturnar en mörk Víkinga urðu þó öllu fleiri. Þeir tóku forystuna með marki frá Andra Má Mikaelssyni eftir stoðsendingu frá nafna hans AndraFrey Sverrissyni. Elvar Jónsteinsson jafnaði hinsvegar metin fyrir Jötna um miðja lotu en stoðsendingu þar átti Helgi Gunnlaugsson. Víkingar áttu svo næstu tvö mörk sem komu áður en lotunni lauk og staðan því 1 -3 eftir fyrstu lotu.
Í annarri lotu juku Víkingar svo muninn jafnt og þétt og áður en henni lauk höfðu þeir gert fimm mörk gegn þremur mörkum Jötna og staðan því 4 – 8.
Í síðustu lotunni var markaskorunin hinsvegar á einn veg enda nokkuð dregið af heimaliðinu. Á endanum fór svo að Víkingar gerðu 7 mörk án þess að Jötnar næðu að svara fyrir sig. Með sigrinum færðust Víkingar nær SR-ingum á nýjan leik og því ljóst að hart verður barist um heimaleikjaréttinn.
Mörk/stoðsendingar SA Jötnar:
Helgi Gunnlaugsson 2/0
Elvar Jónsteinsson 1/0
Sigmundur Sveinsson 1/0
Pétur Sigurðsson 0/1
Árni Jónsson 0/1
Sigurður Reynisson 0/1
Refsimínútur SA Jötnar: 18 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Josh Gribben 3/4
Andri Már Mikaelsson 2/3
Jóhann Leifsson 2/3
Andri Freyr Sverrisson 2/2
Gunnar Darri Sigurðsson 2/0
Sigurður S. Sigurðsson 1/4
Orri Blöndal 1/0
Hilmar Leifsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Refsimínútur SA Víkingar: 18 mínútur
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH