SA Ásynjur - Björninn umfjöllun

Fyrsti leikurinn á íslandsmóti kvenna í íshokkí fór fram á laugardaginn en þá áttust við Ásynjur og Björnn. Leiknum lauk með sigri heimaliðsins, Ásynja, en þær gerður fimm mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarstúlkna.

Bæði lið státa af nýjum þjálfurum en Richard Tahtinen hefur tekið við þjálfun Bjarnarliðsins og Ingvar Þór Jónsson við liði Ásynja sem á síðasta ári léku undir nafninu Valkyrjur. 


En að leiknum því langt var liðið á fyrstu lotu þegar þegar fyrsta markið kom en það gerði Bergþóra Bergþórsdóttir án stoðsendingar fyrir heimastúlkur í Ásynjum. Tæpri mínútu síðar bættu gestgjafarnir við öðru marki og einungis rúmlega tvær mínútur til leikhlés. Stoðsendingu í marki Bergþóru átti Guðrún Blöndal. Bjarnarstúlkur náðu hinsvegar að minnka muninn fyrir leikhlé og þar var á ferðinni Flosrún Vaka Jóhannesdóttir. Staðan því 2 - 1 Ásynjum í vil.

Miðlotan var nokkuð rólegri hvað markaskorun áhrærði. Ásynjur treystu þar forystu sína í leiknum með marki frá Guðrúnu Marin Viðarsdóttir og staðan því orðin 3 - 1 heimastúlkum í vil.

Í þriðju lotunni innsigluðu Ásynjur svo sigur sinn. Sarah Smiley skoraði um tveimur mínútum eftir að lotan hófst og kom Ásynjum í 4 - 1. Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir svaraði hinsvegar um hæl fyrir Bjarnarstelpur eftir stoðsendingu frá Flosrúnu. Sarah var hinsvegar aftur á ferðinni tæpum 5 mínútum fyrir leikslok og sigur Ásynja nokkuð öruggur.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Sarah Smiley 2/0
Bergþóra Bergþórsdóttir 1/1
Guðrún Marin Viðarsdóttir 1/0
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 0/1
Patricia Ryan 0/1

Refsimínútur SA Ásynjur: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/1
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0

Refsimínútur Björninn: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH