Robbie Sigurðsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2017 af stjórn Íshokkísambands Íslands.
Robbie er fæddur 18. október 1993 og hefur um árabil leikið á Íslandi í meistaraflokki með frábærum árangri. 2014-2017 með Skautafélagi Reykjavíkur og svo núverandi tímabil með Umfk Esju. Árin þar á undan stundaði Robbie íshokkí í Bandaríkjunum, meðal annars í Pennsylvaniu og Massachusetts. Robbie lék með landsliði Íslands 2016 og 2017, og stefnir á þátttöku á heimsmeistaramóti Alþjóða íshokkísambandsins í Hollandi nú í apríl 2018.
Robbie er þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inn á ísnum ásamt því að vera góður liðsfélagi og ávallt tilbúinn til að taka þátt í landsliðsverkefnum.
Íshokkísamband Íslands óskar Robbie innilega til hamingju með árangurinn.